Stök frétt

Námskeið um notkun varnarefna við eyðingu meindýra verður haldið dagana 4., 5. og 6. maí n.k. í húsakynnum Landbúnaðarháskólans á Keldnaholti í Reykjavík. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi til þess að starfa sem meindýraeyðar.

Hægt er að skrá sig með því að fylla út rafræna umsókn hér á vefnum eða með því að senda tölvupóst á netfangið endurmenntun@lbhi.is. Í póstinum þarf að koma fram nafn, kennitala, heimili, sími (heimasími og farsími) og nafn námskeiðs. Þú getur líka hringt í síma 433 5000 og látið skrá þig. Þátttökugjald er 45.000 kr.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands og hjá Guðrúnu Lárusdóttur endurmenntunarstjóra.