Stök frétt

Ársfundur Umhverfisstofnunar: Almenningur og atvinnulíf

Umhverfisstofnun heldur ársfund föstudaginn 25. mars á Grand Hóteli kl. 13. Á sama tíma verður opnað nýtt vefsvæði stofnunarinnar. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, flytur ávarp og flutt verða fjölmörg stutt erindi um málefni stofnunarinnar, m.a. um eldgosið í Eyjafjallajökli, aðgerðir gegn utanvegaakstri, samráð um veiðistjórnun, Vatnshelli á Snæfellsnesi, Náttúruperlur á rauðum lista, Surtseyjarstofu og Svansmerkið.

Einnig munu fulltrúar atvinnulífsins og almennings flytja erindi. Rannveig Rist, stjórnarmaður hjá Samtökum atvinnulífsins, heldur erindi og talar um miðlun umhverfisupplýsinga út frá sjónarhóli atvinnulífsins og Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar, ræðir sama málefni út frá því sem snertir almenning.

Fundarstjóri er Mörður Árnason, formaður umhverfisnefndar Alþingis.

Fundurinn er haldinn á Grand Hóteli kl. 13 og er öllum opinn. Hann verður einnig sendur út í beinni útsendingu á nýjum vef stofnunarinnar.

Dagskrá

13.00 Setning ársfundar
13.05 Ávarp umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur
13.15 Ávarp forstjóra, Kristín Linda Árnadóttir
13.25 - 13.45 Miðlun umhverfisupplýsinga
Atvinnulíf:      Rannveig Rist, forstjóri og stjórnarmaður hjá Samtökum atvinnulífsins
Almenningur: Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar
13.45 Ný heimasíða Umhverfisstofnunar

14.00-14.30 Kaffi

14.30-16.00 Stutt erindi
    Eldgos í Eyjafjallajökli
    Ný gönguleið yfir Goðahraun á Fimmvörðuhálsi
    Aðgerðir gegn akstri utan vega
    Vistvæn innkaup
    Vákort
    Flutningur úrgangs milli landa
    Samráð um veiðistjórnun
    Leyndardómar Vatnshellis
    Kjölfestuvatn og framandi ágengar tegundir
    Loftgæði og brennisteinsvetni
    Samstarf um efnavörueftirlit
    Náttúruperlur á rauðum lista
    Verndaráætlun þjóðgarðsins Snæfellsjökuls
    Opnun Surtseyjarstofu
    Aðgerða þörf í fráveitu og skólpmálum
    Svansmerkið
    Úrskurðir og álit 2010 - Hvað má læra?
    Betrumbætur á eftirliti

16.00 Ársfundi slitið