Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Frá og með 1. janúar 2011 verður einstaklingum yngri en 18 ára óheimil notkun ljósabekkja/sólarlampa í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Gert er ráð fyrir að eins og áður hafi heilbrigðisfulltrúar á hverjum stað eftirlit með rekstri sólbaðsstofa, m.a. eru enn í gild ákvæði reglugerðar um sólarlampa þar sem þess er krafist að bekkir og perur séu í flokki UV-3, einnig að hver bekkur sé merktur með aðvörunarmiða og að veggspjald með leiðbeiningum Geislavarna ríkisins hangi uppi.

Geislavarnir ríkisins hafa útbúið nýtt veggspjald um ljósabekkjanotkun þar sem fram kemur að þeim sem eru yngri en 18 ára er óheimilt að nota ljósabekki á sólbaðsstofum eða öðrum starfsleyfisskyldum stöðum. Þetta veggspjald á að koma í stað hins eldra.

Geislavarnir ríkisins munu senda tölvupóst á allar sólbaðsstofur milli jóla og nýárs og minna á að frá áramótum sé börnum yngri en 18 ára óheimil afnot af ljósbekkjum á sólbaðsstofum.

Lög nr. 82/2010 um breytingar á lögum nr. 44/2002 taka gildi 1. janúar 2011.