Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Lögregla og Landhelgisgæslan hafa stundað virkt eftirlit með rjúpnaveiði á þessu veiðitímabili og hefur lögreglan skráð fjórtán meint lögbrot í tengslum við veiðarnar. Flest þeirra tengjast brotum á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum en lögregla hefur einnig haft afskipti af veiðimönnum vegna aksturs utan vega og brota á vopnalögum.

Um liðna helgi fór Landhelgisgæslan í rjúpnaveiðieftirlit á þyrslu ásamt lögreglunni í Ólafsvík. Við eftirlit helgarinnar var lent hjá veiðimönnum á Snæfellsnesi, farið yfir skotvopnaleyfi þeirra, byssur og skotfæri. Einn maður var án skotvopnaleyfis og var byssa hans gerð upptæk ásamt skotum.

Veiðimenn eru hvattir til hófsamra veiða en rjúpnaveiðar eru eingöngu heimilar föstudaga, laugardaga og sunnudaga, frá og með 29.október til og með 5.desember.

Sjá nánar í frétt á vef umhverfisráðuneytisins.