Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir

Umhverfisstofnun barst ábending frá Náttúrufræðistofnun Íslands um að fundist hefði eitraður sveppur á leikskólalóð á Akureyri. Tekið skal fram að búið er að tína burt alla sveppi af lóðinni.

Sveppur þessi heitir Garðlumma (Paxillus involutus) og er nokkuð útbreiddur hér á landi og finnst hann í birkikjarri, trjágörðum og á grasflötum í þéttbýli.  Hann er eitraður hvort sem hann er borðaður hrár eða soðinn.

Starfsfólki á leikskólum er bent á að tína sveppina jafnharðan og þeir vaxa svo ekki sé hætta á að börn borði þá.

Frekari fróðleik um þennan svepp er að finna á upplýsingasíðu NÍ.