Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Skoðunarferðir að refagrenjum hafa verið fastur liður í dagskrá Þjóðgarðsins síðustu ár og notið vaxandi vinsælda, ekki hvað síst hjá yngri kynslóðinni. Þjóðgarðurinn hefur litið svo á að ferðirnar hafi bæði fræðslugildi og ekki síður uppeldislegt gildi þar sem börnin hafa lært hvernig nálgast má villt dýr með því að fara hljóðlega um landið og láta lítið fyrir sér fara. Næstu tvær helgar var fyrirhugað að bjóða upp á heimsóknir að refagrenjum í Þjóðgarðinum en þeim ferðum verður því miður að aflýsa vegna þess að ekkert refagreni er í ábúð þar í sæmilegu göngufæri. Augljóst er að refafjölskyldum í sunnanverðum þjóðgarðinum og á Önverðarnesi hefur verið fargað þótt stranglega bannað sé að veiða refi innan Þjóðgarðsins.