Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Verkefnisstjórn 2. áfanga Rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði boðar til opins kynningarfundar í Skriðunni (Háskóla Íslands - Stakkahlíð) þriðjudaginn 9. mars kl. 14:00.

Þar verða kynntar niðurstöður faghópa verkefnisstjórnar sem metið hafa svæði og virkjunarkosti, hver á sínu sérsviði. Fundurinn verður sendur út á netinu og er aðgangur að útsendingunni á vefsíðu rammaáætlunar.

Skýrslu verkefnisstjórnar um virkjunarkosti til mats og niðurstöður faghópa, auk ítarefnis, má nálgast á vefsíðu rammaáætlunar.

Umsagnarferli

Niðurstöður faghópanna verða settar í opið kynningarferli sem stendur til 19. apríl. Öllum er heimilt að senda inn umsögn um niðurstöður faghópanna. Umsögnum er veitt viðtaka um tölvupóstfangið umsogn@rammaaetlun.is en einnig má senda skriflegar umsagnir á póstfangið:

Rammáætlun, c/o Orkugarður, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík.

Næstu kynningarfundir

Efnt verður til kynningarfunda víða um land á næstu vikum. Næstu fundir verða haldnir laugardaginn 13. mars á Selfossi kl. 11:00 og á Kirkjubæjarklaustri kl. 17:00. Aðrir fundir verða auglýstir síðar.