Stök frétt

Umhverfisráðuneytið og fjármálaráðuneytið boða til ráðstefnu um vistvæn innkaup á Grand Hótel föstudaginn 5. mars 2010. Ráðstefnan er öllum opin og fer skráning fram á heimasíðu umhverfisráðuneytisins.

Dagskrá

  • 8.00 Mæting og morgunverður í Gullteigi á Grand Hótel
  • 8.30 Setning ráðstefnunnar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra
  • 8.40 Stefna ríkisins í vistvænum innkaupum. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra
  • 9.00 Initiative and action plans on public procurement. Rikke Dreyer, verkefnisstjóri SKI, innkaupaþjónusta ríkis og sveitarfélaga í Danmörku
  • 9.30 Vistvæn innkaup hjá Reykjavíkurborg. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar
  • 9.40 Vistvæn innkaup út frá sjónarhorni minni sveitarfélaga. Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi
  • 9.50 Pallborðsumræður 
            Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
            Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa
            Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi
            Rikke Dreyer, verkefnisstjóri SKI í Danmörku
  • 10.15 Ráðstefnuslit.

Fundarstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna og fyrrverandi umhverfisráðherra. Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Hægt er að skrá sig til þátttöku á heimasíðu umhverfisráðuneytisins.

Verkefnið Vistvæn innkaup er með heimasíðuna vinn.is.