Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Næstu daga verða send út aðgangsorð til þeirra 16.500 veiðimanna sem við höfum netfangið hjá. Þeir tæplega 5.000 veiðimenn sem ekki eru með netfang fá senda veiðiskýrslu í pósti öðru hvoru megin við helgina. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á skilavefnum. Nú er hægt að fá sent glatað lykilorð í tölvupósti á eigið netfang sem er skráð hjá Umhverfisstofnun. Þær breytingar hafa verið gerðar á greiðsluferlinu að ef umsækjandi greiðir með kreditkorti er gjaldfært strax af kortinu og staðfestingartölvupóstur sendur umsækjenda. Þegar umsækjandi hefur lokið skilum á veiðiskýrlsu og umsóknum fær hann staðfestingu í tölvupósti