Stök frétt

Umhverfisstofnun endurnýjaði nýlega starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar h.f. á Akranesi. Eins og fram kom í frétt um starfsleyfið voru gerðar ýmsar breytingar frá auglýstri tillögu. Margar af þessum breytingum komu í kjölfar athugasemda sem stofnuninni barst á auglýsingatímanum. Athugasemdir bárust alls frá 15 aðilum og þeirra á meðal voru Heilbrigðisnefnd Vesturlands, íbúar á Akranesi og starfshópur á vegum Akraneskaupstaðar. Þær fjölluðu um ýmislegt viðkomandi losunarmörkum, vöktun, leyfilegu eldsneyti í gjallofn, skaðabótum vegna mengunar, mælikröfum og samráðsfundum svo nokkuð sé nefnt.

Umhverfisstofnun birtir nú svör við innsendum athugasemdum.