Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Norrænt menningarumhverfi og menningararfur er umfjöllunarefni nóvemberheftis Nordmiljö, fréttabréfs Norrænu ráðherranefndarinnar um umhverfismál.

Sagt er frá ýmsum verkefnum sem unnið er að m.a. stafrænni kortlagningu á ferðum víkinganna um norðurhöf og er hægt að slást í för með víkingunum í sýndarveruleika á síðunni www.raa.se/vikingaresan.

Sagt er frá því hvernig menningararfinum er miðlað til þeirra sem sinna skipulagningu þéttbýlis. Sagt er frá verkefninu Economics and Built Heritage sem unnið er í samstarfi Svía, Norðmanna, Finna og Eystrasaltslandanna. Þar er lögð áhersla á efnahagslegt mikilvægi byggingararfsins og hafa rannsóknir á þessu sviði leitt ýmislegt athyglisvert í ljós. Sjá www.ebheritage.fi.

Sívaxandi áhersla er lögð á efnahagslegan ábata af varðveislu menningarminja og menningarumhverfis og er sagt frá samstarfi Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna á þessu sviði.

Sagt er frá nýjustu útgáfum Ráðherranefndarinnar á sviði umhverfis- og menningarverndar á norðurskautssvæðinu, Kulturmiljöer í Arktis og Værnekriterier for geologiske elementer og kulturminder í Arktis.Þar er fjallað um hvernig vernda megi landslag, jarðfræði og menningarminjar á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi.

Sjá nánar: