Stök frétt

Baunagras (Lathyrus japonicus)

NEST - verkefnið efnir til hugmyndasamkeppni um þjóðgarðsafurð. Hér er átt við vöru eða þjónustu sem tengist þeim svæðum sem NEST verkefnið nær yfir. NEST er skamstöfun fyrir Northern Environment for Sustainable Tourism, eða þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu á norðurslóðum og er fjölþjóðaverkefni innan Norðurslóða áætlunar Evrópubandalagsins.
Verkefninu er stýrt af Háskóla Íslands og þátttökulöndin eru Ísland, Svíþjóð, Finnlandi og Skotlandi.

Í hverju landi sér vinnuhópurinn "Ný viðskiptatækifæri" um skipulagningu samkeppninnar. Viðkomandi vinnuhópur sér um að koma innsendum tillögum í samkeppnina, til stýrihóps NEST verkefnisins, sem síðan velur vinningshafa frá hverju landi.

Þátttökuskilyrði

  1. Afurðin þarf að tengjast svæðinu sem NEST verkefnið nær yfir á Íslandi, en það er Sveitarfélagið Hornafjörður og Skaftárhreppur. Þá er átt við beina og augljósa tengingu við náttúru eða mannlíf á svæðinu á hugmyndalegan hátt eða með notkun hráefnis.
  2. Afurðin þarf að vera markaðsvæn þannig að hægt sé að kynna hana innan sem utan NEST svæðisins á Íslandi.
  3. Afurðin skal vera gæðaframleiðsla og einstök á einhvern hátt.
  4. Þátttaka er opin öllum nema stjórnarmönnum Nest-verkefnisins.
  5. Ef innsendar tillögur svara ekki væntingum um gæði áskilur stýrihópurinn sér rétt til að hafna öllum tillögum.
  6. Innsenda tillögu þarf að merkja með dulnefni en heiti höfundar þarf að fylgja í lokuðu umslagi merkt sama dulnefni.
  7. Skila skal inn sýnieintaki af afurðinni í síðasta lagi 15.apríl 2006, merkt


Samkeppni – Þjóðgarðsafurð

á annaðhvort eftirfarandi heimilisfanga:

Háskólasetrið á Hornafirði                   Kirkjubæjarstofa
Nýheimum, Litlubrú 2                            Klausturvegi 2
Höfn Hornafirði                                       880 Kirkjubæjarklaustri

 

Verðlaun

1. verðlaun að upphæð 2.500 evrur. Koli þjóðgarðurinn í Finnlandi, sem tekur þátt í  
    NEST verkefninu veitir fyrstu verðlaun í hverju þátttökulandi.

2. verðlaun að upphæð kr. 80.000

3. verðlaun að upphæð kr. 40.000

Vinsamlegast athugið að verðlaunaféð er ekki ígildi höfundargreiðslu. Samið verður sérstaklega um framkvæmd framleiðslunnar og kaupverð vörunnar.