Stök frétt

Samkvæmt yfirliti sem Yale háskóli hefur birt er Ísland afar framarlega í umhverfismálum.

Í yfirliti þar er 146 af ríkjum heimsins er raðað með tilliti til frammistöðu í umhverfismálum er Ísland í 5. sæti. Yfirlitið hefur verið birt í skýrsluni "2005 Environmental Sustainability Index - Benchmarking National Environmental Stewardship" sem Yale háskóli gefur út.

Uppröðunin byggir á viðamiklum athugunum á því hversu mikið ríkin hafa gert til að lágmarka umhverfisáhrif samfélagsins, hversu markviss umhverfisstjórnun er viðhöfð, hæfni samfélagsins til að meðhöndla umhverfismál og hvernig tekið er á hnattrænum málum.

Í skýrslunni er ríkjunum gefið svokallað ESI gildi, því hærra sem gildið er því betur standa ríkin sig. Fimm efstu ríkin á listanum, Finnland, Noregur, Uruguay, Svíþjóð og Ísland, eru öll tiltölulega strjábýl og rík af náttúruauðlindum. Ríkin með lægst ESI gild eru Norður Kórea, Írak, Taivan, Túrkemistan og Úsbekistan. Þessi ríki þurfa að glíma við erfið vandamál, sem tengjast bæði samfélagi og náttúrufari. Þá þykja þau ekki taka betur á umhverfismálum eins og önnur ríki hafa gert.

Meira um þetta í skýrslunni (www.yale.edu/esi).

Mynd: 10 efstu og 10 neðstu löndin.