Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Út er komin ný reglugerð um öryggisblöð fyrir hættuleg efni og meðhöndlun þeirra. Reglugerðin fjallar um upplýsingaskyldu framleiðenda og seljenda hættulegra efna og vörutegunda og útgáfu sérstakra öryggisblaða í því skyni.
Út er komin ný reglugerð um öryggisblöð fyrir hættuleg efni og meðhöndlun þeirra. Reglugerðin fjallar um upplýsingaskyldu framleiðenda og seljenda hættulegra efna og vörutegunda og útgáfu sérstakra öryggisblaða í því skyni. Skylt er að upplýsa viðtakendur slíkra efna og vörutegunda, sem nota þau / þær í atvinnuskyni, um örugga meðhöndlun með tilliti til heilsu og öryggis starfsmanna og verndun umhverfis.

Reglugerðin leysir af hólmi reglur nr. 602/1999 um öryggisleiðbeiningar vegna efnanotkunar á vinnustöðum.

Reglugerð nr. 1027/2005 um öryggisblöð.

Reglugerðir um efni og efnavörur á ust.is.