Stök frétt

Í dag opnaði umhverfisráðherra umhverfisfræðsluvefinn Heimurinn minn. Á vefnum eru yfir 200 síður með fróðleik um umhverfismál fyrir börn og unglinga. Á vefnum eru fjöldi ljósmynda, teiknaðra mynda, myndbanda og verkefna í formi hermileikja. Efninu er skipt í þrjú aldursstig, yngsta stig, miðstig og efsta stig. Allur texti er lesinn upp og viðamikill fróðleiksbanki fylgir efninu. Vefurinn er aðallega ætlaður til notkunar í grunnskólum, allir geta notfært sér fræðsluna hvenær sem er.

Heimurinn minn er samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar og Námsgagnastofnunar, sem styrkt var með fjárframlagi frá Upplýsingasamfélaginu. Auglýsingastofan Næst ehf sá um hönnun vefsins. Höfundar efnis eru Björn Valdimarsson, Sigrún Helgadóttir og Margrét Rafnsdóttir.

Skoðaðu fræðsluvefinn "Heimurinn minn" á www.heimurinn.is (hjá sumum þarf að byrja á að setja inn nýjasta Flash hugbúnaðinn og endurræsa vafrann).