Stök frétt

Hafrannsóknarstofnun hefur í sumar í samvinnu við Fiskistofu, Veiðimálastofnun og Umhverfisstofnun vaktað magn svifþörunga á nokkrum stöðum við landið en þeir eru: Breiðafjörður, Eyjafjörður, Mjóifjörður eystri og Hvalfjörður www.hafro.is/voktun . Umhverfisstofnun hefur staðið að sýnatöku í Hvalfirði sem er vinsæll kræklingatínslustaður meðal fólks á höfuðborgarsvæðinu.

Undanfarnar vikur hefur magn eiturþörunga verið yfir viðmiðunarmörkum og síðastliðna viku var magn þeirra hátt yfir viðmiðunarmörkum fyrir tegundir sem geta valdið skelfiskeitrun, en hún getur valdið heiftalegri magakveisu. Stofnunin beinir því til fólks sem hyggur að kræklingatínslu að fylgjast með heimasíðu Umhverfisstofnunar en á henni eru nýjustu upplýsingar um niðurstöður talninga á eiturþörungum í Hvalfirði.

Svifþörungar í Hvalfirði

vika 34 (22. -28. ágúst)

Niðurstöður svifþörungatalninga úr sýni í Hvammsvík sýnir að fjöldi Dinophysis tegunda er 960 fr/l sem er vel yfir viðmiðunarmörkum (D. acuminata 820 fr/l, D. norvegica 140 fr/l). Einnig fundust Pseudo-nitzschia tegundir (ASP) í sýninu, alls 15.800 fr/l sem er langt undir viðmiðunarmörkum.

Í ljósi þessara niðurstaða er varað við neyslu skelfisks í Hvalfirði