Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar tók þann 9. ágúst sl. sýni af grænum Baby asparagus frá Tælandi sem Bananar ehf. fluttu inn. Niðurstöður rannsókna liggja nú fyrir og greindist Salmonella sp. í aspasnum. Í ljósið þess hefur dreifing vörunnar verið stöðvuð og í samvinnu við innflytjanda hefur hún verið tekin úr sölu. Varan hefur einungis verið seld í Hagkaupum og Melabúðinni. Um eftirfarandi vöru er að ræða:

  • Vöruheiti: Baby asparagus
  • Upprunaland:Tæland
  • Framleiðandi: Exorians Co., Tælandi
  • Lotunúmer: LOT # 480803
  • Umbúðir: 200g bakkar, pakkað í plastfilmu

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar og innflytjandi beina því til neytenda sem kunna að hafa keypt og eiga umrædda vöru að skila henni til verslunarinnar þar sem hún var keypt.