Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun mun ekki að eigin frumkvæði afturkalla starfsleyfi verksmiðjunnar sem gefið var út 14. mars 2003.

Stofnunin hyggst skoða málið að nýju þegar mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar liggur fyrir með það í huga hvort gefa þurfi út nýtt starfsleyfi, leiði niðurstaða matsins til þess að framkvæmdaraðili þurfi að breyta forsendum framkvæmdarinnar og þar með rekstri verksmiðjunnar.