Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur í nokkurn tíma unnið að undirbúningi svokallaðs landupplýsingavefs, þar sem gögn frá stofnuninni eru birt á Íslandskorti yfir vefinn. Þarfær almenningur aðgang að gögnum með myndrænni framsetningu á landakorti, einnig er mögulegt að skoða undirliggjandi og tengd gögn.

Á vefnum má sjá nokkuð af gögnum frá Umhverfisstofnun m.a. skoða staðsetningu náttúruverndarsvæða, staðsetningu stóriðju, fiskeldisstöðva og fiskmjölsverksmiðja, hreindýraveiða, skólpútrása, svo eitthvað sé nefnt. Gögnin birtast ofan á staðfræðikort frá Landmælingum Íslands.

Vefinn má skoða á: www.ust.is/luk

Vefurinn verður í áframhaldandi þróun, en verður opnaður formlega í dag 8. apríl af umhverfisráðherra á Ársfundi Umhverfisstofnunar. Sérfræðingar Umhverfisstofnunar munu halda áfram bæta við upplýsingum á vefinn á næstu vikum. Þá verður t.d. bætt inn upplýsingum um staðsetningu olíubirgðastöðva og móttökustöðva úrgangs, auk grunnkorta frá Náttúrufræðistofnun sem sýna berggrunn og gróðurfar og vatnafarskortum frá Orkustofnun.

Svipaðir upplýsingavefir hafa verið þróaðir víða, bæði innanlands og erlendis. Erlendis eru slíkir upplýsingavefir oft kallaðir "umhverfið mitt" (my environment) eða "nágrenni mitt" (In my neighbourhood). Þannig vefi má finna hjá Umhverfisstofnunum Englands (www.environment-agency.gov.uk/maps) og EPA í Bandaríkjunum (http://maps.epa.gov). Einnig er Umhverfisstofnun Evrópu að útbúa landupplýsingavef þar sem allir evrópubúar munu geta séð á korti hvaða starfsemi og landnotkun er þar í nágrenni við heimili sín. Hér á Íslandi hafa Reykjavíkurborg (www.borgarvefsja.is/) og Orkustofnun (www.os.is/page/gagnavefsja) útbúið landupplýsingavefi með upplýsingum fyrir almenning.