Stök frétt

Mynd: Haraldur Hugosson - Unsplash

Árið 2003 var ár ferskvatnsins. Af því tilefni var tekið saman yfirlit yfir þau verkefni sem unnin eru hjá Umhverfisstofnun sem tengjast vatni á einn eða annan hátt. Aðkoma stofnunarinnar að ferskvatnsmálum er yfirgripsmikil. Verkefnin ná allt frá því að fylgjast með langt að borinni mengun sem fellur hér á landi í úrkomu, til athugana á gæðum neysluvatnsins sem almenningur drekkur á hverjum degi.

Lögboðin verkefni á sviði vatnamála

  • Vatnsgæðavöktun á Íslandi er undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar. Stofnunin skipuleggur, hefur umsjón með og sér um að framkvæmd sé vöktun og gerðar úttektir á vatnsmengun þ.m.t. grunnvatnsrannsóknir.
  • Helstu verkefni eru t.d. vöktun vatnsgæða á Litla-Skarði í Borgarfirði, þátttaka í AMSUM, samstarfshóp um mengunarmælingar, þar sem fram fara mælingar á mengun vatna ásamt mengun sjávar.
  • Umhverfisstofnun hefur yfirumsjón með neysluvatnsreglugerð. Samhæfir eftirlit varðandi gæði vatns í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Sér til þess að gerðar séu rannsóknir á vatnsgæðum og stuðlar að aukinni þekkingu á gæðum neysluvatns um land allt.
  • Stofnunin hefur yfirumsjón með flokkun vatna á vegum heilbrigðisnefnda. Stofnunin gefur út handbók fyrir sveitarfélög um aðgerðaáætlanir um verndun og flokkun vatns.Stofnunin hefur yfirumsjón með hollustuháttum á sund- og baðstöðum. Allir sund- og baðstaðir eru starfsleyfisskyldir, eftirlit með þessum stöðum er á vegum heilbrigðisnefnda um land allt. Umhverfisstofnun gefur út leiðbeinandi reglur um starfssemi þessara staða.
  • Yfirumsjón með heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga varðandi eftirlit með vatnsátöppunarfyrirtækjum og sér um að samþykkja og senda inn leyfi vatnsátöppunarfyrirtækja til stjórnartíðinda Evrópu.
  • Sér um að samræma aðgerðir ef upp koma matarsýkingar varðandi neysluvatn og á fulltrúa í samstarfsnefnd um matarsjúkdóma.
  • Friðlýsing náttúruverndarsvæða og umsjón með friðlýstum svæðum.
  • Stofnunin sér um landvörslu á friðlýstum svæðum þar sem landverðir hafa umsjón með umgengni og fræða gesti um vatnafar og lífríki.
  • Umhverfisstofnun kemur að innleiðingu reglugerða um eiturefni og umhverfismál hér á landi, auk þess að veita umsagnir um lagafrumvörp, mat á umhverfisáhrifum og skipulagstillögum.
  • Umhverfisstofnun gefur út starfsleyfi fyrir ýmis fyrirtæki sem geta mengað ferskvatn og strendur landsins, t.d. fiskeldi, stóriðja.
  • Umsjón með Ölkelduvatnsreglugerðinni sem fjallar um lindarvatn og flokkun þess.
  • Umhverfisstofnun hefur eftirlit með stærri iðnfyrirtæjkum, þ.m.t. stærri fiskeldisfyrirtækjum, sorpmeðhöndlun og stóriðjufyrirtækjum.
  • Umhverfisstofnun er einn þeirra aðila sem kemur að skipuagningu hreinsunaraðgerða þar sem stór mengunaróhöpp verða.

Gerð fræðsluefnis og skýrslugerð

  • Á fjögurra ára fresti gefur stofnunin út yfirlitsskýrslu um stöðu mála hvað ástand vatns varðar, þ.m.t. næringarefnaauðgun í ferskvatni, árósum og strandsjó.
  • Fræðsla til almennings s.s. útgáfa leiðbeininga um val og hönnun vatnsbóla, leiðbeiningar um meðhöndlun á yfirborðsvatni.
  • Leiðbeiningar um gerð vatnsbóla og skipulag vatnsverndarsvæða hafa komið út á vegum stofnunarinnar. Einnig er kortlagning vatnsbóla og aðliggjandi vatnsverndarsvæða mikilvægt verkefni sem Umhverfisstofnun vinnur að.
  • Hjá stofnuninni eru gerðar ýmsar leiðbeiningar um fráveitur og skólp, svo sem leiðbeiningar um góða búskaparhætti, um rotþrær og siturlagnir, auk ýmissa leiðbeininga um fyrirbyggjandi mengunarvarnabúnað. Stofnunin gefur annaðhvert ár út stöðuskýrslu um förgun skólps.
  • Stofnunin hefur unnið ýmsar skýrslur um fráveitumál og fleira. Sem dæmi má nefna skýrslu um stöðu fráveitumála í bæjarfélögum og niðurstöður örverurannsókna í náttúrulaugum. Einnig hefur nýlega verið reiknað sýruþol íslenskra vatna.
  • Innra eftirlit vatnsveitna felst m.a. í fræðsluhlutverki varðandi innra eftirlit vatnsveitna og einnig annara matvælafyrirtækja, s.s. neysluvatns í matvælum, ísunarvéla og vatns til þrifa á snertiflötum matvæla.

Rannsóknir

  • Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar framkvæmir örverurannsóknir og efnarannsóknir, þ.m.t. rannsóknir á neysluvatni.
  • Þáttaka í rannsóknarverkefinu Vatnsauðlindir Íslands.

Átaksverkefni

  • Umhverfisstofnun tekur þátt í átaki Landverndar um að bjóða rekstraraðilum baðstranda og hafna upp á Bláfánann, sem er Evrópskt umhverfismerki. Þar sem bláfánanum er flaggað má ganga að því vísu að umhverfis- og öryggismál eru í forgangi.
  • Umhverfisstofnun hefur fengið þau verkefni að sjá til þess að viðeigandi fyrirtæki taki saman og skili inn árlegri skýrslu, svokölluðu grænu bókhaldi þar sem fram kemur efnisbókhald fyrirtækjanna, þ.m.t. efnisnotkun og úrgangsmyndun. Einnig safnar stofnunin upplýsingum um losun og útstreymi frá öllum stærri fyrirtækjum og fylgist þannig með losun í loft og vatn.
  • Kortlagning á starfssemi sem getur haft í för með sér mengun á viðkvæmum svæðum. Stofnunin kortleggur álagsstaði þar sem grunnvatnsmengun getur orðið, svo sem sorpurðunarstaði, mengandi starfssemi og viðkvæm svæði, vatnsverndarsvæði eða svæði sem hafa lítið viðnám gegn köfnunarefnismengun.
  • Átak um hreint neysluvatn í samvinnu við Umhverfisráðuneytið, Bændasatökin, Samorku, SAM og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga