prufufrett

Mynd úr safni - Geysissvæðið í Haukadal / Canva

(Read this article in English)

Landverðir við Geysi urðu varir við mikla virkni á hverasvæðinu við Geysi um helgina. Óþerrishola, Smiður, Fata, Konungshver, Blesi ásamt fleiri hverum hafa verið að bullsjóða og/eða gjósa litlum gosum.

Þetta er afar óvenjulegt þar sem þessir hverir eru oftast ekki virkir og hvað þá samtímis.

Vatnsyfirborð í Blesa hefur lækkað um ca 40-50 cm og sömuleiðis um 20-30cm í Konungshver.

Við biðjum gesti okkar um að sýna sérstaka aðgát við hverasvæðið og halda sig á stígum. 

 

Tengt efni: