Vífilsstaðavatn

Umhverfisstofnun í samstarfi við sveitarfélagið Garðabæ vinna nú að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið Vífilsstaðavatn. Vífilsstaðavatn og nágrenni var friðlýst sem friðland árið 2007. Markmiðið með friðlýsingunni er að vernda vatnið ásamt fjölbreyttu og gróskumiklu lífríki þess og er ætlað að stuðla að varðveislu og viðhaldi náttúrulegs ástands vatnsins og styrkja verndun tegunda og samfélagsgerðar með sérstæðum stofnum bleikju, urriða, áls og hornsíla í vatninu.

Friðlýsingunni er nú fylgt eftir með gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir svæðið. Áætluninni er ætlað að fjalla um markmið verndunar svæðisins og hvernig stefnt skuli að því að viðhalda verndargildi þess.  Friðlandið er 188,3 ha að stærð.

Nánar um hið friðlýsta svæði

Hér fyrir neðan er samráðsáætlun fyrir verkefnið og hér verða einnig settar inn allar fundargerðir samstarfshóps og frá fundum með samráðs- og hagsmunaaðilum. Lögð er áhersla á opið og gegnsætt ferli og eru öll þau sem láta sig málið varða hvött til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Frekari upplýsingar veita Sigrún Valgarðsdóttir sigrun.valgardsdottir@umhverfisstofnun.is og René Biasone rené.biasone@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.

Tengd skjöl:

Samráðsáætlun

Fundargerðir samstarfshóps

1. Fundargerð samstarfshóps 3. september 2024

2. Fundargerð samstarfshóps 17. september 2024