Surtsey


Mynd: Umhverfisstofnun

Fulltrúar Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar, Vestmannaeyjabæjar, Surtseyjarfélagsins og Hafrannsóknarstofnunar vinnur að enduskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið Surtsey.

Surtsey var upphaflega friðlýst sem friðland árið 1965 í þágu vísindarannsókna. Friðlýsingin var endurnýjuð árið 1974, með auglýsingu nr. 122/1974, á grundvelli þágildandi laga um náttúruvernd nr. 47/1971. Í janúar 2006 var friðlandið stækkað og friðlýsingin endurnýjuð aftur með auglýsingu nr. 50/2006. Í janúar 2011 var gerð breyting á auglýsingunni frá 2006 með auglýsingu nr. 468/2011 en þá voru m.a. skýrari ákvæði um umferð og umsjón með friðlandinu. Friðlýsingin nær til eldstöðvarinnar allrar, ofan sem neðansjávar, þ.m.t. gíganna Jólnis, Syrtlings og Surtlu og tiltekins hafsvæðis umhverfis eyna.
Árið 2008 var hluti friðlandsins skráð á heimsminjaskrá UNESCO á grundvelli vöktunar og rannsókna á þróun eyjunnar og að hún fái að þróast án afskipta mannsins. Samþykktin felur í sér viðurkenningu til íslenskra stjórnvalda á friðun Surtseyjar 1965 og varðveislu náttúru hennar. Skráning á heimsminjaskránna þýðir að svæðið er á skrá yfir einstaka staði á jörðinni og er alþjóðlega viðurkennt verndarsvæði.  

Frekari upplýsingar um Surtsey

Verndar- og stjórnunaráætlun fyrir Surtsey tók gildi í nóvember 2014 og gilti hún til ársloka árið 2023.
Hér að neðan er að finna samráðsáætlun fyrir vinnuna og fundargerðir samstarfshópsins. Lögð er áhersla á opið og gagnsætt ferli og eru einstaklingar hvattir til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Frekari upplýsingar veita:
Ingibjörg Marta Bjarnadóttir, ingibjorg.m.bjarnadottir@umhverfisstofnun.is og Ragnheiður Björk Sigurðardóttir, ragnheidur.sigurdardottir@umhverfisstofnun.is

Verk- og samráðsáætlun

Fundargerðir samstarfshóps
1. fundur
2. fundur
3. fundur
4. fundur