Álafoss, Mosfellsbæ - viðbót

Mynd: Ingibjörg M. Bjarnadóttir

Umhverfisstofnun, í samstarfi við Mosfellsbæ, hefur unnið að gerð viðbótar við stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Álafoss en fossinn og nánasta umhverfi hans, ásamt Álanesskógi, var friðlýst sem náttúruvætti með auglýsingu nr. 461/2013. Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Álafoss tók gildi 7. október 2020 með auglýsingu nr. 1023/2020.

Nánar um náttúruvættið

Mosfellsbær stefnir á að gera Álanesskóg að útivistarskógi með áningarstöðum og trjákurluðum stígum. Samkvæmt 2. mgr. 10. gr. auglýsingar um friðlýsingu Álafoss skulu framkvæmdir vera í samræmi við gildandi skipulagsáætlun og verndar- og stjórnunaráætlun. Í gildandi stjórnunar- og verndaráætlun fyrir náttúruvættið Álafoss er ekki fjallað sérstaklega um stöðu og stefnu í Álanesskógi og er því hafist handa við að útbúa viðauka við stjórnunar- og verndaráætlun sem tekur til skógarins enda eru áform Mosfellsbæjar í samræmi við markmið friðlýsingar. Þann 10. maí 2024 auglýsti Mosfellsbær tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Álanesskóg. 

Tillaga að viðbót við stjórnunar- og verndaráætlun Álafoss fór í sex vikna kynningarferli þann 23. ágúst 2024 og er frestur til að skila athugasemdum til og með 8. október 2024. Umhverfisstofnun vísaði áætluninni til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til staðfestingar þann 11. október 2024.

Frekari upplýsingar veita Ingibjörg M. Bjarnadóttir, ingibjorgb@umhverfisstofnun.is og René Biasone, rene.biasone@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.

Tengd skjöl:
Samráðsáætlun

Fundargerðir samstarfshóps:
1. fundur
2. fundur
3. fundur