Á Austfjörðum

Gengið með landvörðum sumarið 2024 - Frítt að taka þátt

JÚNÍ

Hólmanes - 14. Júní 2024

Gengið með landverði um friðlandið Hólmanes föstudaginn 14. júní kl. 13:00-15:00.

Mæting á bílastæði/útsýnisstað á Hólmahálsinum.

Gengið niður að Urðarskarði og þaðan hringinn út fyrir Hólmaborg, Sauðahellir, Ögmundargat, Gránubás o.fl. skoðað á leiðinni.

Þeir sem treysta sér ganga á borgina.

Búnaður: Klæðnaður eftir veðri, nesti/vatn og góða skapið.