Umhverfisstofnun var lögð niður 31. desember 2024. Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi.

Froskadýr

Árið 2008 var lýst alþjóðlegt ár frosksins til að vekja athygli á að a.m.k. þriðjungur um 6.000 froskdýrategunda heims telst vera í útrýmingarhættu að mati Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (IUCN). Stofnar helmings froskdýrategunda heimsins minnka jafnt og þétt og talsverður fjöldi þeirra hefur dáið út síðan á 8. áratug síðustu aldar. Samtals eru 165 tegundir froskdýra taldar vera útdauðar. Útdauði froskdýra kemur sér einnig illa fyrir menn þar sem efni í húðseyti froskdýra hafa verið mikið notuð til að búa til lyf. Sem stendur er til dæmis verið að þróa nýtt lyf við HIV-veirunni.

Óttast er að helmingur froskdýra Evrópu gæti verið horfinn fyrir árið 2050. Á Norðurlöndunum hefur froskdýrum einnig fækkað talsvert, þótt sú þróun sé ekki eins alvarleg og annars staðar. Af 15 tegundum svæðisins eru fimm á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu og fjórar nánast í útrýmingarhættu í a.m.k. einu Norðurlandanna. Í Svíþjóð er grænflekkótti froskurinn (Bufo viridis) í alvarlegri útrýmingarhættu og tjarnafroskurinn (Rana lessonae) hefur svipaða stöðu í Noregi.

Upplýsingablað um froskdýr