Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Algengar spurningar

Ég held að mygla vaxi á heimilinu, hvað á ég að gera?

  • Nýttu þér upplýsingar og leiðbeiningar Umhverfisstofnunar við mat á því hvort um myglu sé að ræða í húsnæði og hvernig skuli bera sig að við að lagfæra það sem veldur myglunni og hreinsun.
  • Fyrir viðameiri mál er hægt að leita ráðlegginga til heilbrigðiseftirlita á landinu, einkaaðila sem að gefa sig út fyrir að veita ráðgjöf og álit varðandi raka og myglu og iðnaðarmanna.
  • Gagnlegt getur verið að leitast eftir ráðleggingum og meðmælum við val á þjónustuaðilum/verktökum sem bjóða upp á mat, álitsgjöf og lagfæringar vegna raka og myglu. 
  • Sýnatökur geta verið óþarfar, þær geta verið kostnaðarsamar og oft skortir þekkingu til að meta niðurstöður. Ef mygla er sjáanleg er óþarfi að taka sýni til að staðfesta tilvist hennar, sýni eru einkum tekin til að greina aðra þætti, t.d. af hvaða tegund myglan er. Leita skal eftir orsökum myglu og koma í veg fyrir frekari leka og raka og gera við skemmd húsnæði , því mygla getur vaxið áfram svo framarlega sem ekki séu unnar bætur á orsökinni. 
  • Inniloft almennt getur haft áhrif, oft getur hátterni okkar heima við ýtt undir raka og myglu án þess að við gerum okkur grein fyrir því, t.d. þurrkun þvottar, sturtur og eldamennska með lokaða glugga getur aukið verulega á rakastig. Kynntu þér upplýsingar og leiðbeiningar um heilnæmt inniloft. 

Ég held að mygla á heimilinu sé farin að hafa neikvæð áhrif á heilsufar mitt, hvað á ég að gera?

  • Leitaðu eftir merkjum um myglu á heimilinu til að meta hvort það sé hugsanleg orsök líkamlegra einkenna þinna. Er rakavandamál til staðar? Er mygla til staðar? Nýttu þér upplýsingar og leiðbeiningar Umhverfisstofnunar við mat á því hvort um myglu sé að ræða í húsnæði og hvernig skuli bera sig að við að lagfæra það sem veldur myglunni og hreinsun. 
  • Margar rannsóknir benda til að samband sé milli þess að búa/dvelja í rakaskemmdu húsnæði og vanheilsu. Þeir sem að eru með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma, s.s. astma og ofnæmi eru oft viðkvæmari fyrir en aðrir. Leitaðu til heimilislæknis ef þú telur að slíkt eigi við hjá þér fyrir frekara mat og ráðleggingar. 
  • Það getur verið ráð að fara úr aðstæðunum í einhvern tíma, t.d. í bústað eða gista hjá vinum. Oft dvína einkenni sem til eru komin vegna áhrifa frá myglu þegar farið er úr aðstæðunum í einhvern tíma. Slíkt getur því einnig styrkt stoð undir það hvort mygla sé til staðar í húsnæði eður ei. Gott getur verið að hafa prufað þetta áður en leitað er til læknis vegna einkenna til að geta greint frá hvort munur var á einkennum.

Hvar get ég leitað mér upplýsinga um raka og myglu?