Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Leiðbeiningar fyrir leiksvæði

 

Leiðbeiningar þessar eru útbúnar samkvæmt reglugerð nr. 1025/2022 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim. Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að öryggi barna og annarra í leik og umgengni við þar til gerð leikvallatæki eða leiksvæði með því að tryggja að leikvallatæki og leiksvæði séu hönnuð, frágengin og þeim viðhaldið á öruggan og viðurkenndan hátt.Reglugerðin er sett á grundvelli 4. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 27. gr. laga nr. 134/1995 um öryggi vöru og markaðsgæslu.

Reglugerðin gildir um öryggi leiksvæða og leikvallatækja og annarra tækja sem börn nota til leikja á skipulögðum leiksvæðum og eftirlit með þeim, hvort sem um er að ræða tímabundna starfsemi eða til frambúðar. Reglugerðin gildir einnig um skapandi leiksvæði.