Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Aðalskoðun

Umhverfisstofnun vill vekja athygli á að eftir 1. janúar 2006 mega þeir einir framkvæma aðalskoðun leiksvæða, sem hlotið hafa faggildingu til þess. Áhugasömum er bent á að snúa sér til Löggildingarstofu varðandi faggildinguna.

Starfsmenn faggiltra skoðunarstofa/skoðunaraðilar, sem framkvæma aðalskoðun leikvallatækja og leiksvæða verða að geta framvísað skilríkjum um að þeir hafi lokið námskeiði sem veitir þjálfun í skoðun leiksvæða (aðalskoðun).

Umhverfisstofnun viðurkennir slíkt námskeið hjá RoSPA ( Royal Society for the Prevention of Accidents,Bretlandi) eða sambærilegt námskeið.

Í árslok 2002 kom út reglugerð nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim. Markmið hennar er að stuðla að öryggi barna og annarra með því að tryggja að leikvallatæki og leiksvæði séu hönnuð, frágengin og þeim viðhaldið á öruggan og viðurkenndan hátt. Reglugerðin gildir um öryggi leiksvæða og leikvalla tækja og eftirlit með þeim, hvort sem um er að ræða tímabundna starfsemi eða til frambúðar. Um öryggi leiktækja sem ætluð eru til einkanota fer samkvæmt ákvæðum reglugerðar um öryggi leikfanga og hættulegra eftirlíkinga.

Í reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim með, síðari breytingu frá 24. júní 2005 segir í 1. gr.

2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða orðist svo:

Eftir 1. janúar 2006 mega þeir einir framkvæma aðalskoðun sem hlotið hafa faggildingu til þess. Faggildingarsvið Einkaleyfastofu býður upp á faggildingu vegna aðalskoðunar og á vefsíðu þeirra má finna lista yfir faggilta aðila á Íslandi.

Skoðunarhandbók fyrir aðalskoðun leiksvæða (PDF 2.7 Mb)