Spurt og svarað um umhverfisvænni framkvæmdir

Spurningar varðandi samanburð á umhverfisáhrifum eru snúnar. Lífsferilsgreiningar eru oft góð tól til þess að fá niðurstöðu í slíkar spurningar. Við vitum ekki til þess að slík greining hafi verið gerð fyrir íslenska sementsframleiðslu. En í ljósi umræðu um útflutning íslenskra jarðefna til sementsframleiðslu erlendis, þá er brýnt að þetta sé skoðað í kjölinn. Húsa- og mannvirkjastofnun og Byggjum grænni framtíð geta vafalaust svarað frekari spurningum þessu tengt.
Já, það er gott úrval af umhverfisvottuðu byggingarefni á Íslandi. Traustu umhverfismerkin eru Svanurinn, Evrópublómið og Blái engillinn.
Á heimasiðu Grænni byggðar er hægt að sjá úttekt á hættulegum efnum í byggingar- og niðurrifsúrgangi.
Það er því miður erfitt að svara þessu.
Samkvæmt upplýsingum frá framleiðendum loftskiptakerfa þá getur varmaendurvinnsla náð allt að 90% endurnýtingu þess varma sem verið er að draga út. Það er ein mesta orkuendurnýting á markaðinum. Við eigum erfitt með að sjá að einungis betri einangrun geti sparað jafn mikla orku en það væri áhugavert að sjá þetta í orkuútreikningum.
Ef ekki á að nota loftskiptakerfi eða vélræna loftræsingu þá er margt annað sem er mikilvægt að huga að þegar kemur að betri orkunýtingu bygginga. Til dæmis gler í gluggum, kuldabrýr og fleira.
Já. Við höfum séð framleiðendur og söluaðila nota lögbundnar prófurnarskýrslur, og annað sem gerðar eru lágmarkskröfur um, og stilla því upp sem einhvers konar vottun á því að varan sé umhverfisvæn. Í hafsjó af upplýsingum, skírteinum og vottunum þá ruglast birgjar og söluaðilar stundum og merkja vörur "umhverfisvænar" án þess að grundvöllur sé fyrir því.
Svanurinn, Evrópublómið og Blái engillinn eru einu umhverfisvottanirnar á íslenska byggingarmarkaðnum sem eru af týpu 1 og er hægt að treysta til að vera raunveruleg umhverfisvottun.
Fyrir utan þær reglur sem settar eru fram í byggingarreglugerð (sjá kafla 5) þá eru ekki aðrar skorður settar.
Ef unnið er að umhverfisvottaðri byggingu, t.d. Svansvottaðri, þá eru mjög strangar kröfur settar fram varðandi efnisval. Allar vörur í Svansvottuðum húsum þurfa annað hvort að vera vottaðar af Svaninum, Evrópublóminu eða Bláa Englinum, eða vera samþykktar af Svaninum. Þegar vörur eru samþykktar þá er búið að útiloka efni sem Svanurinn bannar.
Það gæti verið gott ráð að fá sérfræðing til að taka út þessi byggingarefni sem þið hafið áhyggjur af og sjá hvort það sé raki eða mygla í þeim. Þetta er fín lína þar sem við viljum ekki rífa út eitthvað sem er allt í lagi með en það er mikilvægt að skoða vel hvort að það sé þörf á því að skipta út ákveðnum byggingarefnum. Ef áhyggjurnar snúast um VOC þá skiptir máli hversu gamalt byggingarefnið er. Nýtt byggingarefni seytir meira VOC í umhverfið en eldra byggingarefni af sömu tegund. Það eldra hefur í gegnum tímann losað sig við viðbættu VOC efnin út í umhverfið og inniheldur því minna af uppgufanlegum efnum eins og formaldehíði.
Það er ólíklegt að 10 ára gömul gifsplata valdi VOC mengun.
Skoða mætti aðra þætti líkt og málninguna sem notuð hefur verið á plötuna og einnig við hvaða aðstæður platan hefur verið. Við ákveðið raka og hitastig getur gifs skapað kjöraðstæður fyrir myglu og annan skaðlegan örveruvöxt.
Eldri timburhús hafa verið þekkt fyrir að vera ekki eins þétt. Það þýðir að raki og mygla þrífast ekki eins vel en hins vegar getur orðið meira hitatap í þeim húsum. Í dag gerir byggingarreglugerð þó kröfu um að loftþéttileikapróf séu framkvæmd og farið sé eftir ákveðnum viðmiðum. Ný hús, hvort sem þau eru úr timbri eða steypu, ættu því alltaf að halda hitanum jafn vel inni.
Í bæði steypum húsum og timburhúsum er gott ráð að notast við hefðbundna ofna og staðsetja þá undir gluggum. Þegar glugginn er opnaður fyrir náttúrulega loftræsingu, þá ýtir heita loftið sem stígur upp frá ofninum, kalda loftinu og myndar hringrás sem skapar betri loftgæði. Þessa hringrás fáum við ekki eins vel með gólfhita þó að hann gefi almennt jafnari hita.
Enn betri kostur þegar kemur að loftgæðum innandyra er að setja upp loftskiptakerfi. Þau nýta loft sem dregið er út úr húsinu til upphitunar á því lofti sem verið er að draga inn. Þannig næst varmaendurvinnsla sem minnkar álag á hitakerfið og styrkir inniloftið. Einnig verður ekki eins mikil þörf fyrir að opna glugga þar sem kerfið sér um loftunina.
Til þess að skapa sem bestu hljóðvistina er gott að fá til sín hljóðvistarhönnuð. Ef það er ekki möguleiki er hægt að fara einfaldari leiðir eins og að kaupa umhverfisvottaða hljóðísogspanela. Þeir fást t.d. hjá Þ. Þorgrímssyni og eflaust á fleiri stöðum.
Það er alltaf besti kosturinn að fá til sín sérfræðing sem getur gert sjónræna og efnislega úttekt á húsnæðinu.
Það er þó hægt að meta þetta að einhverju leyti sjálfur. Þá er mikilvægt að skoða frá hvaða ári húsnæðið er og fara eftir því sem kemur fram í leiðbeiningum sem HMS og Grænni byggð gáfu út: Úttekt á hættulegum efnum í byggingar- og niðurrifsúrgangi. Þar er farið yfir það hvaða efni ber helst að varast og í hvaða byggingarefnum þau fyrirfinnast.
Já ekki spurning. Vistbók er góð leið til að fá yfirlit yfir m.a. umhverfisvottuð byggingarefni og hvar þau fást. Vonandi fara sem flestir birgjar í samstarf við Vistbókina þannig að þessar upplýsingar verði sem aðgengilegastar fyrir aðila sem vilja gera framkvæmdirnar sínar umhverfisvænni.
Öll efnavara inniheldur almennt eitthvað af hættulegum efnum. Aftur á móti er hægt að fá margar tegundir efnavara með umhverfisvottun, t.d. málningu, lökk, kítti, lím og fleira. Í þeim tilfellum er búið að lágmarka innihald skaðlegra efna í vörunni. Veldu Svaninn, Evrópublómið og Bláa Engilinn til að fá vörur sem eru hættuminni.
Gólfefni án viðbættra efna eru alltaf best. Til dæmis gegnheilt viðarparket, náttúrusteinn eða flísar án yfirborðsefna. Harðparket getur gengið ef það inniheldur ekki viðbætt formaldehýð. Varist að kaupa PVC (Vínyl) gólfefni þar sem það inniheldur oft þalöt sem geta verið skaðleg heilsu fólks.
Besta leiðin til að tryggja að skaðleg efni í gólfefni séu í lágmarki, er að velja umhverfisvottað; Svaninn, Evrópublómið eða Bláa Engilinn.
Ryk getur safnast fyrir á hvaða flötum sem er. Með tímanum sest ryk á veggi líkt og aðra fleti. Sé ryksöfnun óvenju mikil á heimilinu má skoða hvort loftþrýstingur í húsinu sé eðlilegur, hvort lofttúður virki sem skyldi, hvort loftþéttleiki hússins sé fullnægjandi og fleira í þeim dúr. Ýmis skaðleg efni og örverur bindast ryki og því er mikilvægt að rykhreinsa heimili reglulega til þess að viðhalda góðum loftgæðum innandyra.
Ef verið er að ráðast í framkvæmdir í gömlu húsnæði er mikilvægt að skipuleggja framkvæmdirnar vel í upphafi, ákveða skal hverju þarf að farga og hvað má endurnýta. Einnig er mikilvægt að taka út spilliefni sem gætu fundist í ákveðnum byggingarefnum. Þá er hægt að styðjast við leiðbeiningar sem HMS og Grænni byggð gáfu út: Úttekt á hættulegum efnum í byggingar- og niðurrifsúrgangi.
Raki og mygla er einnig eitthvað sem þarf að skoða vel í gömlum húsum. Þá er hægt að framkvæma sjónræna úttekt með því að skoða hvort rakaskemmdir sjáist í hornum og nota lyktarskynið. Ef rakaskemmdir eða mygla er sýnileg og/eða fúkkalykt finnst er best að fá til sín fagaðila sem er fær til þess að meta hvort um skaðlegan vöxt er að ræða og fjarlægja skemmt byggingarefni.
Svansmerkið starfar eftir hörðustu kröfum umhverfisvottana sem er týpa 1 skv. ISO 14024. Það er talið eitt strangasta umhverfismerki í heimi. Svanurinn leggur upp með að auðvelda neytendum valið á umhverfisvænasta kostinum hverju sinni og leggur ríka á að lágmarka skaðleg áhrif vöru- og þjónustu á umhverfi og heilsu. Viðmið Svansins eru hönnuð þannig að framleiðendur geti uppfyllt kröfurnar og verið samkeppnishæfir á almennum markaði.
Hugmyndafræði Svansins er sú að á nokkurra ára fresti, með aukinni tækniþróun og getu markaðarins, eru viðmiðin hert til þess að ýta á umhverfisvæna framþróun.
Mögulegt er að Svansvotta hundruð mismunandi vörutegunda og kröfurnar eru mismunandi eftir tegundum. Í einni tegund eru engin heilsuskaðleg efni leyfð á meðan í annarri, t.d. málningu og öðrum byggingarvörum er ekki talið mögulegt að banna með öllu skaðleg efni þar sem þau eru talin nauðsynleg til þess að tryggja endingu og virkni. Í þeim tilfellum er farin sú leið að leyfa skársta kostinn af viðkomandi efni og því haldið í lágmarki.
Svanurinn er því oftast nóg. En í sumum tilfellum, fyrir þá sem hafa mikið ofnæmi, þarf að velja vörur sem einnig hafa verið ofnæmisprófaðar.
Í nýjum húsum ætti þetta ekki að vera vandamál þar sem byggingaraðferðir í dag gera ráð fyrir lágmarkssnertingu við rakan jarðveg. Þetta á þó ekki við um eldri hús en hægt er að fá viðeigandi aðila til sín til að framkvæma mælingar og sjá hvort að þurfi að gera úrbætur. Sjá nánar.
Best er að beina þessari spurningu til söluaðila málningar á Íslandi.
Svanurinn bannar ekki notkun rotvarnarefnisins isothiazolinone en setur takmörk á magn efnisins í málningu. Mörkin eru 500 ppm af heildarmagni isothiazolinone en 15ppm fyrir sambönd efnisins eins og MIT og CMIT.
Almennt eru örverudrepandi efni bönnuð í Svansvottuðum vörum. Í sumum vöruflokkum er ekki komist hjá því að nota rotvarnarefni til þess að vörurnar mygli ekki. Málning einn af þeim vöruflokkum. Kröfur Svansins snúa að því að lágmarka innihald rotvarnarefna og banna skaðlegustu útgáfur þeirra. Svanurinn vottar ekki málningu sem á að hafa örverudrepandi eiginleika á yfirborðsflötum.
Svansvottuð mött veggja- og loftmálning inniheldur ekki meira en 10 g/l VOC og glansandi málningin inniheldur ekki meira en 40g/l VOC. Hæsta leyfilega innihald VOC í Svansvottaðri innimálningu er 80g/l og gildir það um málningu sem ætluð er erfiðum flötum svo sem gólfflötum. Það er miður ef fagmenn nota bygginga- og efnavöru ekki samkvæmt leiðbeiningum og best að tilkynna slíkt til viðeigandi fagfélaga.
Í Svansvottuðum byggingum er gerð krafa um að allar byggingar- og efnavörur séu skráðar og í hvaða rými hússins þær eru notaðar, því ættu svona mál ekki að koma upp í Svansvottuðum byggingum.