Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Vatnaáætlun 2028-2033

Næsta vatnaáætlun tekur gildi árið 2028 og er vinna við hana þegar hafin.

Meðal verkefna á dagskrá eru:

  • Uppfæra álagsgreiningu vatnshlota síðan 2013
  • Vinna tengd aðgerðaáætlun 2022- 2027
  • Endurafmarka grunnvatnshlot og gefa út leiðbeiningar um mat á efnafræðilegu ástandi ásamt magnstöðu
  • Ákvarða skilgreiningu tilnefndra mikið breyttra og manngerðra vatnshlota
  • Hefja vinnu við gerð ástandsflokkunarkerfi fyrir árósarvatn
  • Vinna nýja vatnaáætlun sem inniheldur einnig vöktunaráætlun og aðgerðaráætlun fyrir allt landið
  • Gera drög að vatnaáætlun 2028-2033 sem fer í mat á umhverfisáhrifum ásamt því að unnið verður svokallað „climate check“ á aðgerðum