Áhrifamat fyrir vatnshlot

Þegar aðilar hyggjast fara í framkvæmdir, setja upp starfsemi eða gera breytingar á núverandi starfsemi sem getur haft áhrif á vatn skal framkvæma mat á áhrifum þeirra umsvifa.   

Tilgangur með áhrifamati er að setja fram lýsingu á starfsemi/framkvæmd og hvort möguleg áhrif starfsemi/framkvæmdar hafi þau áhrif að umhverfismarkmið vatnshlotsins náist ekki. Umhverfismarkmið vatnshlota eru lagalega bindandi og sýna þarf fram á að þau náist. Óheimilt er að gefa út leyfi fyrir framkvæmdir eða starfsemi ef þær valda því að umhverfismarkmið nást ekki nema ef að undanþága hafi verið veitt fyrir því. 

Mikilvægt er að áhrifamat sé gert eins snemma í undirbúningsferli framkvæmda/ starfsemi og hægt er. Hægt er að endurskoða og uppfæra áhrifamat síðar í ferlinu eftir því sem gögn varðandi framkvæmdina/starfsemina verða nákvæmari og skýrari.  

Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar um það hvernig eigi að bera sig að við gerð áhrifamats. Mikilvægt er að áhrifamat sé skriflegt og að það sé skýrt sett fram. 

Sjá leiðbeiningar um gerð áhrifamats fyrir vatnshlot: ______ 
 
Jafnframt hefur Umhverfisstofnun gefið út excel skjal sem hægt er að nota til stuðnings við gerð skriflegs áhrifamats, en hægt er að safna saman niðurstöðum í skjalið og halda utan um áhrifin þar. 
 
Sjá excel stuðningskjal fyrir áhrifamat vatnshlota: _____