Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Plast í fuglum

Umhverfisstofnun gerði samning árið 2018 við Náttúrustofu Norðausturlands um að rannsaka magn plasts í maga fýla, samkvæmt staðlaðri aðferðafræði frá OSPAR. Plast í maga fýla er notað sem umhverfisvísir hjá OSPAR til að meta magn plasts í yfirborði sjávar. OSPAR hefur sett sér viðmiðunargildi fyrir plast í fýlum (e. Fulmar threshold value, FTV), sem er að minna en 10% af fýlum hafi meira en 0,1 g af plasti í meltingarvegi yfir a.m.k. 5 ára tímabil þar sem sýnastærð nær að lágmarki 100 fýlum.

 
 

 

Skýrslur