Gengið með landverði um friðlandið Hólmanes föstudaginn 23. júní kl. 13:00.
Mæting á útsýnisstaðnum upp á Hólmahálsi.
Gengið niður að Urðarskarði og þaðan hringinn út fyrir Hólmaborg, Sauðahellir, Ögmundargat, Gránubás o.fl. skoðað á leiðinni.
Þeir sem treysta sér ganga á borgina.
Búnaður: Fatnaður eftir veðri
Gengið með landverði um náttúruvættið Helgustaðanámu föstudaginn 28. júlí kl. 13:00
Mæting við bílaplanið/salernishúsið við Helgustaðanámu.
Gengið verðu upp að gömlu námunni og minjar skoðaðar og því næst að námugöngunum.
Þeir sem treysta sér til að fara inn í göngin fara á eigin ábyrgð. Gott er að hafa með sér ljós og hjálm.
Búnaður: Fatnaður eftir veðri