Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um breytingu á starfsleyfi Malbikunarstöðvarinnar Höfða að Álhellu 34 í Hafnarfirði. Breytingin fellst í því að ekki þarf að hafa olíuskilju á úðunarsvæði vörubílspalla svo framarlega sem vatnsleysanleg húðunarefni eru notuð.

Tillaga að breyttu starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 13. janúar til og með 13. febrúar 2023 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engar umsagnir bárust á auglýsingartímanum.

Með starfsleyfinu fylgir greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ákvörðun Umhverfisstofnunar vegna breytingarinnar.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar.

Tengd skjöl
Uppfært starfsleyfi