Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt



Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi fyrir Moltu ehf. til endurnýtingar á lífrænum úrgangi.

Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að starfsleyfi á tímabilinu 24. september til og með 22. október 2020, sbr. 8. mgr. 6. gr. reglugerðar 550/2018. Auglýsingin var birt á vefsíðu

Umhverfisstofnunar ásamt gögnum sem lágu til grundvallar tillögunni. Heimilt var að gera athugasemdir við tillöguna á sama tímabili. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma.

Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 18. nóvember 2036.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tengd skjöl:
Starfsleyfi