Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Tilkynna grun um mengun

Hjálpaðu okkur að finna mengun

Hefur þú grun um mengaðan jarðveg?

Átakið snýst um að safna upplýsingum frá almenningi um menguð svæði á landinu og koma þeim inn á kort. 

Við hvetjum alla sem hafa grun um mengaðan jarðveg að senda inn ábendingu.

Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkum eða senda inn nafnlausar ábendingar. 

Ábendingar sem sendar eru inn undir nafni eru mjög mikilvæg vinnugögn fyrir eftirlitsstofnanirnar. Almenningur getur ekki séð nöfn þeirra sem hafasent inn ábendingar undir nafni.

Hvernig ábendingum er leitað eftir? 

Umhverfisstofnun óskar eftir öllum ábendingum um það hvar mengun er að finna.

Til dæmis svæði þar sem; Olía hefur lekið í jörð; Olía hefur verið grafin í jörð; Urðunarstaðir; Úrgangur hefur verið brenndur eða grafinn; Gamlar bensínstöðvar; Gamlar smurstöðvar; Brennur; Geymslur hættulegra efna þar sem líkur eru til að hættuleg efni hafi lekið út; Riðugrafir; Miltisbrandsgrafir; Skotvellir; Gamlar spennustöðvar; Viðhald og niðurrif skipa. 

Af hverju er mikilvægt að skrá upplýsingar um mengaðan jarðveg?

Upplýsingar um mengaðan jarðveg eru gríðarlega mikilvægar fyrir komandi kynslóðir. 

Upplýsingarnar nýtast við skipulagsvinnu. Til dæmis til að koma í veg fyrir að skipulögð sé viðkvæm byggð á svæði þar sem hætta er á heilsuspillandi mengun. 

Það er því mikilvægt er að skrá eins mikið af upplýsingum um mengaðan jarðveg og hægt er áður en þær glatast.

Hvað verður um ábendingarnar?

  • Þegar ábending er send inn er hún tekin til fyrstu skoðunar hjá Umhverfisstofnun.
  • Ábendingin er svo send til heilbrigðiseftirlits á viðkomandi svæði.
    • Ef ábendingin er um áður óþekkt mengað svæði stofnar heilbrigðiseftirlitið mál um ábendinguna. Þá birtist punktur á kortinu.
    • Ef ábendingn varðar mál sem þegar hefur verið tilkynnt á bætast upplýsingarnar inn í sögu málsins. 
  • Heilbrigðiseftirlitið mun í framhaldinu framkvæma frummat á svæðinu og flokka það eftir áhættu.

Kort yfir mengaðan jarðveg

 

 

Opna kortið í kortasjá

Nánari upplýsingar

Umsjónaraðili verkefnisins er Kristín Kröyer, sérfræðingur í teymi mengunareftirlits. Netfang: kristin.kroyer@umhverfisstofnun.is