Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Innskráning með Soft Tokens

Mynd; Christian Wiediger - Unsplash

Hingað til hafa notendur skráningarkerfisins þurft að skrá sig inn í kerfið og samþykkja aðgerðir með SMS staðfestingu, sem hefur oft á tíðum valdið vandræðum, auk þess sem að spurningarmerki má setja við öryggi slíkrar innskráningar.

Því hefur Framkvæmdastjórnin látið gera sérstakt EU Login app til að gera notendum kleift að tengjast á öruggan og skilvirkan hátt, með því að nota svokallað „Soft Token“.

Appið er nú þegar aðgengilegt og hægt er að nota það eða SMS innskráningu, en frá og með 7. janúar 2022 verða allir notendur að nota „Soft Token“ til að skrá sig inn í skráningarkerfið (auk lykilorðs). Nýjir notendur geta ekki stofnað aðgang án soft token frá og með 7. október 2021. 
Eftir að notendur hafa skráð sig einu sinni inn með appinu getur viðkomandi ekki notað SMS auðkenningu aftur.


Appið er ókeypis og hægt er að nálgast það í Google Play Store (Android) og App Store (iOS). 

Hér er listi yfir þau tæki sem að styðja appið  
Ef þú ert með Huawei síma, vinsamlegast lestu þetta hér  
Hér eru leiðbeiningar um notkun appsins (á ensku ) 


Við hvetjum viðurkennda fulltrúa til að skipta sem fyrst, þar sem þessi innskráningarleið er bæði öruggari og minni líkur á sambandsleysi.