Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Vöktun og skýrslugjöf

Photo by Jon Flobrant on Unsplash

Samkvæmt lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál ber flugrekendum að vakta losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni í samræmi við vöktunaráætlun (eftirlitsáætlun) og skila árlega skýrslu um losunina til Umhverfisstofnunar. Slík skýrslugjöf er forsenda þess að unnt sé að ákvarða fjölda losunarheimilda sem flugrekandi skal standa skil á vegna viðkomandi árs og mikilvægt er að skýrslan sé ítarleg og stöðluð, einkum til þess að viðskiptakerfið sé sanngjarnt og nokkuð einsleitt óháð umsjónarríki viðkomandi flugrekenda. Skýrslan skal vottuð af óháðum vottunaraðila.

Flugrekendur skulu standa skil á eftirlitsáætlun (vöktunaráætlun) til lögbærra yfirvalda í umsjónarríki sínu (e. administering state) skv. tilskipun 2008/101/EB. Flugrekendur sem uppfæra eftirlitsáætlanir sínar skulu tilkynna lögbæru yfirvaldi sem fyrst um slíkar breytingar. Ef verulegar breytingar verða á aðferðafræði við vöktun (monitoring methodology) þarf viðkomandi flugrekandi að skila eftirlitsáætlunum að nýju til samþykktar hjá lögbæru yfirvaldi. Til verulegra breytinga á aðferðafræði teljast:

  • Breytingar á meðaltali árslosunar sem veldur því að flugrekanda er ekki lengur heimilt að nota aðferðarþrep 1 (e. tier 1) til að ákvarða eldsneytisnotkun.
  • Breytingar á fjölda flugferða eða árlegri heildarlosun sem leiðir til þess að flugrekandi telst ekki lengur smálosandi (small emitter) og er því ekki heimilt að notast við einfaldari eftirlitsaðferðir.
  • Verulegar breytingar á því hvaða tegund eldsneytis er notuð.

 

Sniðmát

Á viðskiptatímabilinu 2013 – 2020 ber flugrekendum að vakta losun og tonnkílómetra í samræmi við vöktunaráætlanir sem uppfylla kröfur reglugerðar 601/2012/ESB Sniðmátin sem að byggja á sniðmátum Framkvæmdastjórnarinnar má finna hér:

Losunarskýrslum skal einnig skila á eyðublöðum sem nálgast má hér:

Auk þess að skila inn vöktunaráætlun og losunarskýrslu skulu allir flugrekendur opna vörslureikning í skráningarkerfi með losunarheimildir. Reikningurinn gerir flugrekendum kleift að skila inn losunarheimildum, kaupa og selja heimildir og fá endurgjaldslausar losunarheimildir ef að við á. Upplýsingar um hvernig opna skuli reikning í skráningarkerfinu má finna hér.

Smáir losendur

Samkvæmt ákvörðun 339/2009/EB skulu flugrekendur sem að fara færri en 243 flugferðir á hverju tímabili í þrjú samfelld fjögurra mánaða tímabil, og flugrekendur þar sem heildarlosun er minni en 10.000 tonn af CO2 á ári teljast til smárra losenda. Þeir geta notað svokallað „small emitters tool“ til að ákvarða losun sína, sem finna má hér.

Aðrar leiðbeiningar

Holland hefur í samvinnu við Bretland birt mjög hagnýta túlkun á leiðbeiningum Framkvæmdastjórnarinnar um vöktun og skýrslugjöf til að aðstoða flugrekendur við gerð vöktunaráætlana og losunarskýrslna. Athygli er þó vakin á því að skjalið er ekki lagalega bindandi og ætti einungis að vera notað til hliðsjónar. Mikilvægt er að flugrekendur hafi samt sem áður góðan skilning á viðeigandi lögum og reglum.

Skjalið má finna hér.

Að auki hefur breska umhverfisstofnunin gefið út leiðbeinandi vöktunaráætlanir fyrir flugrekendur. Vinsamlegast athugið að skjölin eru einungis til hliðsjónar og að þau gætu litið öðruvísi út eftir því hvaða flugrekenda um ræðir.