Söluskrár fyrir plöntuverndarvörur og útrýmingarefni

Tilgangur:

  • Að óska eftir skrá yfir sölu frá þeim sem setja á markað tiltekin varnarefni, þ.e. plöntuverndarvörur og nagdýraeitur sem einungis eru ætluð til notkunar í atvinnuskyni, sem ber að skila til Umhverfisstofnunar ár hvert skv. 24. gr. efnalaga nr. 61/2013.
  • Að athuga hversu mikið magn af tilteknum varnarefnum var selt 2016 og hversu mikið magn af virkum efnum var selt.
  • Að athuga hvort að þeir sem markaðssetja tiltekin varnarefni sem eru eingöngu til notkunar í atvinnuskyni afhendi eingöngu þeim sem hafa gild notendaleyfi frá Umhverfisstofnun, sbr. 24. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Verkefnið náði til allra plöntuverndarvara sem einungis eru ætluð til notkunar í atvinnuskyni og nagdýraeiturs sem sömuleiðis eru einungis til notkunar í atvinnuskyni. Umhverfisstofnun óskaði eftir skrám vegna sölu á þessum vörum á árinu 2016 þar sem fram kæmu eftirfarandi upplýsingar: vöruheiti, umbúðastærð, fjöldi seldra eininga af hverri umbúðastærð, dagsetning sölu, nafn og kennitala notendaleyfishafa, sem og nafn og kennitala fyrirtækis, ef við átti.

Eftirfarandi fyrirtæki féllu undir umfang verkefnisins:

  • Frjó Umbúðasalan ehf.
  • Garðheimar – Gróðurvörur ehf.
  • Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar ehf.
  • Kemi ehf.
  • Ráðtak, meindýr og varnir ehf.
  • Streymi heildverslun ehf.

Á árinu 2016 voru 31 plöntuverndarvörur sem eingöngu eru til notkunar í atvinnuskyni seldar, nam salan alls 5.918 kg og vógu virku efni þessara vara samtals 2.177 kg. Af nagdýraeitri voru seldar 7 vörur og nam salan alls 5.027 kg og vógu virku efni þessara vara samtals 0,3 kg þar sem styrkur virku efnanna í vörunum er einungis 0,005%.

 

 

Plöntuverndarvörur

Nagdýraeitur

Fjöldi vara í sölu

31

7

Fjöldi virkra efna

33

2

Sala alls af vörum

5.918 kg

5.027 kg

Sala alls (sem magn af virku efni)

2.177 kg

0,3 kg

 

Eingöngu má afhenda tiltekin varnarefni til notkunar í atvinnuskyni til aðila sem hafa gild notendaleyfi frá Umhverfisstofnun. Niðurstöður sem fást úr verkefninu sýna að rúmlega helmingur þeirra sem keyptu plöntuverndarvörur á árinu 2016 voru ekki með leyfi í gildi.  Af þeim voru 39% með leyfi í gildi, 9% voru með útrunnin leyfi og 52% höfðu aldrei verið með leyfi. Mun hærra hlutfall kaupenda að nagdýraeitri var með leyfi í gildi eða 99% og einundis 1% sem var með útrunnið leyfi við kaup.

 

 

Notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum

Notendaleyfi fyrir útrýmingarefnum

 

fjöldi

%

fjöldi

%

Kaupandi með leyfi í gildi

61

39%

74

99%

Kaupandi með útrunnið leyfi

14

9%

0

0%

Kaupandi aldrei haft leyfi

80

52%

1

1%

Kaupendur alls

155

75

 

Líkt og í verkefnum fyrri ára kemur enn í ljós að stór hluti þeirra sem kaupa plöntverndarvörur, til notkunar í atvinnuskyni, hafa ekki gild notendaleyfi við kaup. Það er á ábyrð þeirra sem markaðssetja vörurnar að afhenda þær eingöngu þeim aðilum sem hafa notendaleyfi í gildi. Verða hlutaðeigandi fyrirtæki upplýst um málið og þeim bent á ábyrgð sína.