Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Eftirlit með plöntuverndarvörum á markaði 2015

Tilgangur og markmið:
  • Að fylgjast með því að plöntuverndarvörur á markaði séu skráðar / hafi markaðsleyfi.
  • Að skoða hvort merkingar á plöntuverndarvörum séu í samræmi við gildandi lög og reglur.
  • Að upplýsa aðila sem markaðssetja plöntuverndarvörur um skyldur þeirra gagnvart gildandi lögum og reglugerðum á þessu sviði.

Framkvæmd og helstu niðurstöður

Farið var í eftirlit hjá 13 fyrirtækjum sem setja plöntuverndarvörur á markað og skoðaðar 60 vörur. Engin frávik komu fram í 11 fyrirtækjum en í 2 fyrirtækjum komu fram 33 frávik við 28 vörur. Oftast var um það að ræða að merkingar uppfylltu ekki kröfur (16 vörur), síðan að ekki lægju fyrir öryggisblöð á íslensku vegna þeirra sem nota vörurnar í atvinnuskyni (14 vörur) og loks voru 3 vörur ekki með leyfi til að vera á markaði.

Fyrirtæki brugðust við frávikum með því að lagfæra merkingar, uppfæra öryggisblöð á íslensku, senda vörur í förgun og óska eftir að vöru væri bætt inn á lista yfir tímabundnar skráningar áður en tilskilinn frestur til þess rann út.