Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Náttúruvernd

Vernd líffræðilegrar fjölbreytni og bætt upplifun á sérstöðu náttúrunnar

Markmið

  • Vatn uppfylli umhverfismarkmið sín
  • Verndun villtra dýra og sjálfbær nýting veiðitegunda
  • Varðveita náttúruverðmæti
  • Auka ánægju gesta sem heimsækja svæði í umsjón Umhverfisstofnunar
  • Efla varnir, viðbrögð og upplýsingagjöf um hættu á umhverfistjóni

 

Hvernig fylgjumst við með árangri?

  • Hlutfall vatnshlota í góðu eða mjög góðu ástandi
  • Hlutfall aðgerða í vatnaáætlun lokið
  • Hlutfall útgefinna starfsleyfa Umhverfisstofnunar sem eru í samræmi við aðgerð B2 í vatnaáætlun
  • Fjöldi stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir villta fugla og spendýr
  • Hlutfall skila á veiðiskýrslum frá veiðimönnum
  • Ástand svæða (úr árlegu ástandsmati) - hlutfall svæða innan þolmarka
  • Hlutfall friðlýstra svæða með stjórnunar- og verndaráætlun
  • Fjöldi friðlýstra svæða
  • Viðhorfskönnun gesta á völdum svæðum
  • Þátttaka í fræðsludagsskrá landvarða á völdum stöðum
  • Fjöldi bráðamengunaræfinga og námskeiða er varða viðbrögð við bráðamengun
  • Hafnir með samþykkta viðbragðsáætlun
  • Fjöldi leiðbeininga um ráðstafanir sem tengjast hættu á umhverfistjóni