Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um framlengingu á bráðabirgðaheimild fyrir Sláturfélag Suðurlands svf., kt. 600269-2089, til reksturs sláturhúss á Selfossi. Félagið óskaði eftir framlengingu á bráðabirgðaheimild til áframhaldandi reksturs sláturhússins á meðan unnið er að útgáfu starfsleyfis.

Samkvæmt 6. mgr. 7. gr. a. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 er Umhverfis- og orkustofnun heimilt að framlengja bráðabirgðaheimild um allt að eitt ár að uppfylltum skilyrðum 7. gr. a. laganna.

Bráðabirgðaheimild Sláturfélags Suðurlands svf. var markaður gildistími til 25. maí 2025. Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um að framlengja bráðabirgðaheimildina til 23. maí 2026.

Áformin voru auglýst frá 22. maí til kl. 12:00 þann 23. Maí 2025 en engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum.

Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustu hætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tengd skjöl
Bráðabirgðaheimild

Ákvörðun um framlengingu bráðabirgðaheimildar