Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Loftgæði á Íslandi hafa batnað með árunum, eða í það minnsta haldist óbreytt á flestum stöðum / Mynd: Árni Geirsson

Styrkur svifryks (PM10 og PM2,5), köfnunarefnisdíoxíðs (NO2), brennisteinsdíoxíðs (SO2) og brennisteinsvetnis (H2S) í andrúmslofti var undir heilsuverndarmörkum í langflestum tilvikum árið 2022.  

Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Umhverfisstofnunar um loftgæði árið 2022. Einnig er hægt að skoða samantekt úr ársskýrslunni.

Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs á Grensásvegi í Reykjavík fór 11 sinnum yfir leyfileg heilsuverndarmörk, þegar litið er til sólarhringsmeðaltals. Ástæðuna má rekja til veðurs. Froststillur í desember 2022 ollu því að mengunin hékk á sama stað til lengri tíma í stað þess að dreifast með vindum.  

Ársmeðaltalsstyrkur brennisteinsvetnis fór lítillega yfir mörk í Reykjahlíð á Mývatni og í Hveragerði.  

Utan þessara frávika voru loftgæði á Íslandi mjög góð árið 2022 og loftgæði á Íslandi eru almennt meðal þeirra bestu í Evrópu

Í heildina hafa loftgæði á Íslandi batnað með árunum, eða í það minnsta haldist tiltölulega óbreytt á langflestum stöðum.  

Í ársskýrslunni er hægt að skoða allar mælingar loftmengunarefna frá upphafi á Íslandi.  Þar eru loftgæðamælingar settar í samhengi við gildandi reglugerðir og gögn sett fram í formi mynda og taflna. 

Ársskýrslan 2022 er sjötta samantekt sinnar tegundar á Íslandi. Henni fylgir einnig fylgiritið: Loftgæði á Íslandi – Umhverfisvísar, vöktun og uppsprettur.

Tengt efni: