Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mikil rigning og asahláka ollu vatnavöxtum  í ám undir Eyjafjöllum mánudaginn 9. desember. Í kjölfarið hefur ásýnd svæðisins við Skógafoss breyst. 

Skógá flæddi yfir bílastæði og athafnasvæði fyrir ferðamenn. Bílastæðin voru afmörkuð með stórum trédrumbum sem hafa nú dreifst um svæðið. Áin gróf sig mikið niður og tók með sér gróðurbakka sem dreifðust víða um svæðið. Mikill efnisflutningur varð einnig úr ánni.  

Skógá hefur breytt farvegi sínum næst fossinum þar sem ferðamenn höfðu aðgengi.

Tjaldsvæðið er nú hálfþakið möl. Stór hluti tjaldsvæðisins er einnig undir vatni. Frost í jörðu veldur því að vatn sjatnar ekki. 

Kverna í Kvernugili olli miklum usla vegna vatnavaxtanna. Áin tók meðal annars stóran hluta af göngustíg. Kraftar vatnsins skildu eftir stór sár meðfram ánni og í hlíðum Kvernugils.

Ferðamenn þurfa að taka tillit til aðstæðna á meðan vatn sjatnar í jörðu og unnið er að lagfæringum.