Stök frétt

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands heldur námskeið fyrir ábyrgðaraðila í markaðssetningu notendaleyfisskyldra plöntuverndarvara og útrýmingarefna dagana 5. – 19. nóvember 2024. Námskeiðið verður kennt í fjarkennslu.

Dreifandi sem markaðssetur notendaleyfisskyldar plöntuverndarvörur og útrýmingarefni skal tilgreina nafngreindan ábyrgðaraðila til að tryggja að nægjanleg fagþekking sé innan fyrirtækisins. Slíkur einstaklingur skal vera til taks þegar sala fer fram og veita viðskiptavinum fullnægjandi upplýsingar að því er varðar notkun plöntuverndarvara eða útrýmingarefna og áhættu fyrir heilbrigði og umhverfið.

Ábyrgðaraðili í markaðssetningu notendaleyfisskyldra vara skal hafa lokið námskeiði á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands til að uppfylla skilyrði til að taka að sér hlutverk ábyrgðaraðila. 

Námskrá námskeiðsins byggist á ákvæðum í reglugerð um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna. Til þess að ljúka náminu þarf að standast próf í lok námskeiðsins.

Að námi loknu þarf dreifandi sem markaðssetur notendaleyfisskyldar vörur að tilnefna viðkomandi einstakling sem ábyrgðaraðila í markaðssetningu notendaleyfisskyldra vara hjá fyrirtækinu til Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun staðfestir með útgáfu vottorðs að viðkomandi aðili sé ábyrgðaraðili í markaðssetningu notendaleyfisskyldra vara hjá viðkomandi fyrirtæki.

Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðið

Umsóknarfrestur er til 31. október 2024.