Stök frétt

Fyrsti áfanga framkvæmda á Geysissvæðinu er lokið

Nýr göngustígur hefur verið opnaður á Geysissvæðinu. Þetta er fyrsti áfangi af þremur í uppbyggingu innviða á svæðinu.

Verið er að útbúa nýja hringleið um svæðið og er þetta fyrsti áfanginn í þeirri vinnu. Með nýja stígnum hefur verið opnað  á hluta hverasvæðisins sem ekki hefur verið aðgengilegur hingað til. 

Í næsta áfanga verður ráðist í gerð aðkomutorgs við upphaf nýja stígsins. 

Stígnum frá bílastæðinu við Haukadal og inn á svæðið verður lokað. 

Áætlað er að ljúka við heildaruppbyggingu svæðisins í árslok 2025.

Markmið með framkvæmdunum við Geysissvæðið eru að hlífa náttúrunni við ágangi og raski en jafnframt bæta upplifun og öryggi gesta á svæðinu. Fjöldi ferðamanna hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og er þetta liður í því að taka betur á móti þeim gestafjölda sem sækir Geysi heim. 

Nánar um Geysissvæðið í Haukadal