Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest tillögur Umhverfisstofnunar að fyrirkomulagi rjúpnaveiða fyrir árið 2024. Þessu til staðfestingar hefur verið gefin út reglugerðarbreyting 1080/2024 á reglugerð nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum.

Nýtt kerfi veiðistjórnunar

Tillögurnar voru unnar eftir nýju veiðistjórnunarkerfi sem tekið var upp með stjórnunar- og verndaráætlun rjúpu sem ráðherra undirritaði þann 11. september síðastliðinn.

Veiðidagar verða heilir og heimilt er að veiða frá og með föstudögum til og með þriðjudögum innan veiðitímabils. Landinu er skipt upp í sex mismunandi svæði og ný stofnlíkön hafa reiknað út ákjósanlega lengd tímabils á hverju svæði fyrir sig.

Veiðitímabil 2024

Landshluti Dagafjöldi Tímabil
Austurland 43 
Norðausturland 20
Norðvesturland 20
Suðurland 20
Vesturland 20
Vestfirðir 25

Veiðimenn sýni hófsemi

Umhverfisstofnun biðlar sérstaklega til veiðimanna að sýna hófsemi við veiðar. Mikilvægt er að allir hagsmunaaðilar komi að því hvatningarátaki. Sölubann á rjúpu er enn í gildi.