Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur undirritað tillögur Umhverfisstofnunar um tímabundna styttingu veiðitímabils helsingja og að setja sölubann á tegundina.  

Tímabilið hefst eins og síðustu ár þann 1. september um allt land, nema í A- og V- Skaftafellssýslum þar sem tímabilið hefst 10. september. Tímabilinu lýkur um land allt þann 25. september.  

Þetta er gert til að vernda stofninn sem hefur verið að dragast saman á síðustu árum og er að nálgast neðri viðmiðunarmörk sem sett voru í alþjóðlegri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir helsingja.  

Skoða frétt um tillögur Umhverfisstofnunar til ráðherra auk ítarefnis um stöðu stofnsins.