Stök frétt

Frá rannsóknum á jarðvegi á Heiðarfjalli í Langanesbyggð árið 2023

Umhverfisstofnun og Fagfélag um mengun á Íslandi (FUMÍS) standa fyrir grunnnámskeiði í sýnatöku úr jarðvegi og grunnvatni í október næstkomandi.

Kennarar á námskeiðinu eru sérfræðingar frá Jarðtæknistofnun Noregs sem hafa staðið fyrir sýnatökunámskeiðum í Noregi um árabil.

Námskeiðið stendur yfir í tvo daga og samanstendur af spennandi fyrirlestrum og vettvangsferðum. Á námskeiðinu verður farið verður yfir alla meginþætti mengunarrannsókna, bæði bóklega og verklega.

Fyrir hver?

Námskeið í sýnatöku úr jarðvegi og grunnvatni er mikilvægur grunnur fyrir öll sem koma að:

  • Mengunarrannsóknum 
  • Eftirliti með mengunarrannsóknum
  • Framkvæmdum á menguðum svæðum

Skráning

Mikill áhugi var á námskeiðinu um leið og það var kynnt og er þegar fullt á námskeiðið 16. - 17. október. Ákveðið var að opnað fyrir skráningar á auka námskeið dagana 14. - 15. október.

Skráning fer fram á heimasíðu FUMÍS